Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmark Sölva og mörk KR-inga sem vöktu Blika af meistaradraumi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson kemur KR í 1-0 á móti Blikum.
Óskar Örn Hauksson kemur KR í 1-0 á móti Blikum. Vísir/Vilhelm

Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max deild karla hér inn á Vísi.

KR-ingar og Víkingar fögnuðu sigri í gærkvöldi þegar fyrsta umferð Pepsi Max deildar karla kláraðist með tveimur leikjum.

Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, tryggði sínum mönnum sigurinn á nýliðum Keflavíkur þegar hann skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Pablo Punyed.

KR-ingar skoruð bæði mörk sín í 2-0 sigri á Blikum snemma leiks og þau komu líka bæði með skotum fyrir utan teig.

Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og aðeins fjórum mínum síðar bætti Kennie Chopart við öðru marki.

Í báðum tilfellum tókst Antoni Ara Einarssyni, markverði Blika, ekki að sjá við langskotum KR-inga en Kennie Chopart skaut sínu skoti lengst utan af kanti.

Hér fyrir neðan má sjá þessi mörk úr leikjum gærkvöldsins.

Klippa: Markið úr leik Víkings og Keflavíkur 2. maí 2021
Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og KR 2. maí 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


×