Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 15:50 Mikið álag hefur verið á líkbrennslum á Indlandi. AP/Channi Anand Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32
Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01