Vinur Gaetz vildi náðun og viðurkenndi kynlíf með sautján ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 12:09 Matt Gaetz er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn og situr í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. AP/Manuel Balce Ceneta Joel Greenberg, kjörinn fulltrúi í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, skrifaði í bréfi til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að hann og Gaetz hefðu greitt fyrir kynlíf með mörgum konum, þeirra á meðal sautján ára stúlku. Þetta stóð í bréfi sem Greenberg sendi Stone um það leyti sem hann leitaði eftir því að Stone aðstoðaði sig við að fá náðun frá Trump. Í bréfinu útlistaði Greenberg það sem hann taldi Trump þurfa að náða sig fyrir og ætlaði hann að greiða Stone 250 þúsund dali í rafmynt fyrir náðunina. Í bréfi sínu til Stone skrifaði Greenberg að hann og Gaetz hefðu af og til greitt ungum konum peninga fyrir kynlíf. Nefnir hann sérstaklega að peningarnir hafi farið í eldsneyti, leigu eða skólagjöld. Þá segir hann að ein þeirra hafi ekki verið orðin átján ára gömul. Blaðamenn Daily Beast hafa komið höndum yfir bréfið og samskipti Greenberg og Stone. Greenberg og Stone ræddu saman í lok síðasta árs og upphafi þessa árs og var það eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Í skilaboðum til blaðamanna Daily Beast staðfesti Stone að Greenberg hefði reynt að ráða sig til að hjálpa sér við að fá náðun en sagðist ekki hafa beðið um eða fengið greiðslu. Þá staðfesti hann að Greenberg hefði sent sér „skjal“ þar sem hann útskýrði málið gegn sér. Í samskiptum Greenberg og Stone kemur fram að Greenberg bauðst til að útvega Stone 250 þúsund dali í rafmynt og spurði hvort það myndi hjálpa. Stone sagðist ekki geta þrýst of mikið. Þann 13. janúar sendi Stone svo skilaboð þar sem hann lagði til að Greenberg setti sig í startholurnar til að millifæra rafmyntina, því honum þætti líklegt að náðun væri á leiðinni. Greenberg var ekki náðaður og hafa hann og Gaetz verið til rannsóknar vegna vændiskaupa og meints mansals. Greenberg er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um vændiskaup sín og Gaetz, með því markmiði að ná samkomulagi um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Gaetz neitar sök og hefur ekki verið ákærður í málinu. Í samskiptum sínum við Stone segir Greenberg að hann hafi rekið lögmenn sína og þeir hafi vitað allt um aðkomu MG (Matt Gaetz) að vændiskaupunum. „Þeir vita að hann borgaði mér til að borga stelpunum og það að bæði ég og hann stundum kynlíf með stúlkunni sem var ólögráða,“ skrifaði Greenberg. Greenberg skrifaði nokkur drög af bréfinu sem hann sendi Stone en í einu þeirra segir hann að þeir hafi talið stúlkuna verið nítján ára gamla. Hann hafi komist að hinu sanna þann 4. september 2017 og strax hringt í Gaetz til að segja honum að halda sig frá henni. Hann sagðist einnig hafa rætt við hana og sagt henni hvað lygi hennar væri alvarleg fyrir marga. „Hún baðst afsökunar og áttaði sig á því að með því að ljúga um aldur sinn hafi hún ógnað fólki,“ skrifaði Greenberg í eina útgáfu bréfsins. Hann bætti við að hann hefði ekki átt í frekari samskiptum við hana fyrr en eftir að hún varð átján ára gömul. Höfðu aftur samband við hana eftir afmælið Daily Beast segir að rannsókn blaðamanna miðilsins hafi leitt í ljós að eftir að stúlkan varð átján ára hafi Gaetz sent Greenberg 900 dali með þeim skilaboðum að hann ætti að hafa samband við stúlkuna. Greenberg greiddi henni og tveimur öðrum ungum konum peningana sex klukkustundum síðar. Þetta var í maí 2018. Greenberg skrifaði einnig að ungu konurnar hefðu allar verið í háskóla, eða nýbúnar í háskóla, og að það hafi verið algengt að hann eða Gaetz hafi aðstoðað þær fjárhagslega. Meðal annars með því að greiða af bílum þeirra, borga flugmiða fyrir þær eða jafnvel hraðasektir. Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Þetta stóð í bréfi sem Greenberg sendi Stone um það leyti sem hann leitaði eftir því að Stone aðstoðaði sig við að fá náðun frá Trump. Í bréfinu útlistaði Greenberg það sem hann taldi Trump þurfa að náða sig fyrir og ætlaði hann að greiða Stone 250 þúsund dali í rafmynt fyrir náðunina. Í bréfi sínu til Stone skrifaði Greenberg að hann og Gaetz hefðu af og til greitt ungum konum peninga fyrir kynlíf. Nefnir hann sérstaklega að peningarnir hafi farið í eldsneyti, leigu eða skólagjöld. Þá segir hann að ein þeirra hafi ekki verið orðin átján ára gömul. Blaðamenn Daily Beast hafa komið höndum yfir bréfið og samskipti Greenberg og Stone. Greenberg og Stone ræddu saman í lok síðasta árs og upphafi þessa árs og var það eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Í skilaboðum til blaðamanna Daily Beast staðfesti Stone að Greenberg hefði reynt að ráða sig til að hjálpa sér við að fá náðun en sagðist ekki hafa beðið um eða fengið greiðslu. Þá staðfesti hann að Greenberg hefði sent sér „skjal“ þar sem hann útskýrði málið gegn sér. Í samskiptum Greenberg og Stone kemur fram að Greenberg bauðst til að útvega Stone 250 þúsund dali í rafmynt og spurði hvort það myndi hjálpa. Stone sagðist ekki geta þrýst of mikið. Þann 13. janúar sendi Stone svo skilaboð þar sem hann lagði til að Greenberg setti sig í startholurnar til að millifæra rafmyntina, því honum þætti líklegt að náðun væri á leiðinni. Greenberg var ekki náðaður og hafa hann og Gaetz verið til rannsóknar vegna vændiskaupa og meints mansals. Greenberg er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um vændiskaup sín og Gaetz, með því markmiði að ná samkomulagi um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Gaetz neitar sök og hefur ekki verið ákærður í málinu. Í samskiptum sínum við Stone segir Greenberg að hann hafi rekið lögmenn sína og þeir hafi vitað allt um aðkomu MG (Matt Gaetz) að vændiskaupunum. „Þeir vita að hann borgaði mér til að borga stelpunum og það að bæði ég og hann stundum kynlíf með stúlkunni sem var ólögráða,“ skrifaði Greenberg. Greenberg skrifaði nokkur drög af bréfinu sem hann sendi Stone en í einu þeirra segir hann að þeir hafi talið stúlkuna verið nítján ára gamla. Hann hafi komist að hinu sanna þann 4. september 2017 og strax hringt í Gaetz til að segja honum að halda sig frá henni. Hann sagðist einnig hafa rætt við hana og sagt henni hvað lygi hennar væri alvarleg fyrir marga. „Hún baðst afsökunar og áttaði sig á því að með því að ljúga um aldur sinn hafi hún ógnað fólki,“ skrifaði Greenberg í eina útgáfu bréfsins. Hann bætti við að hann hefði ekki átt í frekari samskiptum við hana fyrr en eftir að hún varð átján ára gömul. Höfðu aftur samband við hana eftir afmælið Daily Beast segir að rannsókn blaðamanna miðilsins hafi leitt í ljós að eftir að stúlkan varð átján ára hafi Gaetz sent Greenberg 900 dali með þeim skilaboðum að hann ætti að hafa samband við stúlkuna. Greenberg greiddi henni og tveimur öðrum ungum konum peningana sex klukkustundum síðar. Þetta var í maí 2018. Greenberg skrifaði einnig að ungu konurnar hefðu allar verið í háskóla, eða nýbúnar í háskóla, og að það hafi verið algengt að hann eða Gaetz hafi aðstoðað þær fjárhagslega. Meðal annars með því að greiða af bílum þeirra, borga flugmiða fyrir þær eða jafnvel hraðasektir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14