Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 10:09 Donald Trump, forseti, lætur af embætti á miðvikudaginn. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10