Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 11:38 Fyrsta hluta geimstöðvarinnar verður skotið á loft með Long March 5B eldflaug. AP/Guo Wenbin Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu. Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu.
Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira