Kreml vængstífir samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 18:57 Ivan Zhdanov, forstöðumaður samtaka Navalní, þegar lögregla gerði húsleit á skrifstofum þeirra í júlí. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleit, handtekið starfsmenn og sektað samtökin undanfarin ár. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira