Kreml vængstífir samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 18:57 Ivan Zhdanov, forstöðumaður samtaka Navalní, þegar lögregla gerði húsleit á skrifstofum þeirra í júlí. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleit, handtekið starfsmenn og sektað samtökin undanfarin ár. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira