Áflog eftir leik í Mjólkurbikarnum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2021 07:00 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Það var hiti í mönnum eftir leik Úlfana og Ísbjarnarins í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins en leikið var í Safamýrinni. Leikur liðanna fór fram á föstudag en Úlfarnir unnu 2-0 sigur. Það var svo eftir leikinn sem allt sauð upp úr, virðist vera. Fjallað var um atvikið í þættinum Innkastið x Ástríðan á Fótbolti.net en í hlaðvarpsþættinum var farið yfir 1. umferð Mjólkurbikarsins. „Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks,“ sagði Sverrir Mar Smárason, einn þáttarstjórnandanna. „Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til.“ Úlfarnir unnu 2-0 sigur og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla á meðan Ísbjörninn situr eftir með sárt ennið. „Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni,“ sagði Sverrir áður en Ingólfur Sigurðsson tók við. „Þetta er glatað að heyra.“ Ísbjörninn gaf síðan í gær út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu frásögnina storlega ýkta. Þeir sögðu einnig málið í rannsókn hjá lögreglu og ekki yrði farið nánar út í atburðarrásina. „Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás,“ segir í yfirlýsingunni. Mjólkurbikarinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á föstudag en Úlfarnir unnu 2-0 sigur. Það var svo eftir leikinn sem allt sauð upp úr, virðist vera. Fjallað var um atvikið í þættinum Innkastið x Ástríðan á Fótbolti.net en í hlaðvarpsþættinum var farið yfir 1. umferð Mjólkurbikarsins. „Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks,“ sagði Sverrir Mar Smárason, einn þáttarstjórnandanna. „Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til.“ Úlfarnir unnu 2-0 sigur og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla á meðan Ísbjörninn situr eftir með sárt ennið. „Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni,“ sagði Sverrir áður en Ingólfur Sigurðsson tók við. „Þetta er glatað að heyra.“ Ísbjörninn gaf síðan í gær út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu frásögnina storlega ýkta. Þeir sögðu einnig málið í rannsókn hjá lögreglu og ekki yrði farið nánar út í atburðarrásina. „Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás,“ segir í yfirlýsingunni.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira