Erlent

Ingenuity flaug hærra og lengra en áður

Kjartan Kjartansson skrifar
Perseverance-könnunarjeppinn tók þessa mynd af flugferð Ingenuity í gær. Þyrilvængjan er fyrir miðri myndinni, rétt undir brún fremri hlíðarinnar.
Perseverance-könnunarjeppinn tók þessa mynd af flugferð Ingenuity í gær. Þyrilvængjan er fyrir miðri myndinni, rétt undir brún fremri hlíðarinnar. NASA/JPL-Caltech

Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni.

Þyrilvængjan sveif upp í fimm metra hæð yfir yfirborði Mars og flaug svo fimmtíu metra til hliðar á tveggja metra hraða á sekúndu. Þegar hún flaug aftur til baka og lenti þar sem hóf sig fyrst á loft hafði hún flogið í áttatíu sekúndur.

Áður hafði Ingenuity flogið tvisvar í síðustu viku, á mánudag og fimmtudag. Ferðin á mánudag var fyrsta skiptið sem menn höfðu flogið farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en þyrlunni er aðeins ætlað að sýna fram á fýsileika flugs á Mars. Hugmyndin er að hægt væri að láta þyrilvængjur af þessu tagi kanna leiðina fyrir könnunarjeppa og jafnvel geimfara í framtíðinni.

Til stendur að fljúga Ingenuity í tvígang í viðbót áður en könnunarkeppinn Perseverance, sem flutti vængjuna til Mars, þarf að hefja vísindaathuganir sínar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að verkfræðingar leiðangursins vilji finnast þolmörk Ingenuity jafnvel þó að það leiði til þess að þyrlan brotlendi.


Tengdar fréttir

Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið

Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.