„Algjört kerfishrun“: Kórónuveirufaraldurinn hömlulaus á Indlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 22:43 Bálstofur hafa gripið til þess ráðs að brenna fjölda líka á opnum bálköstum. epa/Divyakant Solanki Hæstiréttur Indlands hefur kallað stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu „neyðarástand“. En ástandið er verra, segir blaðamaður BBC. „Þetta er algjört kerfishrun,“ hefur hann eftir helsta veirufræðingi Indlands. 332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira