Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 09:21 Mótmæli til stuðnings Navalní hafa verið boðuð í meira en hundrað borgum og bæjum í Rússlandi í dag, þar á meðal nærri sýningarsal í Moskvu þar sem Pútín flytur stefnuræðu sína. Vísir/AP Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59