Andrei Kelin, sendiherra Rússlands í Bretlandi, sést hér til vinstri.Getty/Yuri Mikhailenko
Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi.
Navalní krafðist þess að fá tilhlýðilega læknismeðferð frá sínum eigin lækni vegna bakmeiðsla og verks í fótum en þegar þeirri beiðni var neitað fór hann í hungurverkfall. Navalní var við dauðans dyr í ágúst á síðasta ári eftir að eitrað var fyrir honum með efninu Novichock og hefur hungurverkfallið gert illt verra.
Í viðtali breska ríkisútvarpsins sagði sendiherrann Andrei Kelin að Navalní fengi læknisaðstoð og ýjaði að því að það væri ekki undir Navalní komið að velja hvaða læknir skoðaði hann. „Það eru ákveðnar reglur í fangelsum sem tryggja læknisaðstoð.“
Læknar hafa fullyrt að nýlegar blóðprufur bendi til þess að Navalní eigi í hættu á að fá hjartaáfall eða nýrnabilun sökum ástands síns.
„Auðvitað mun hann ekki fá að deyja í fangelsi. Ég get sagt að herra Navalní hefur hegðað sér eins og ruddi og reynt að brjóta hverja einustu reglu. Hans eina markmið er að draga að sér athygli.“
Ríkissaksóknarar í Moskvu fóru í gær fram á það við dómara að andspillingarsamtök Alexei Navalní verði sett á lista hryðjuverka- og öfgasamtaka. Slík skilgreining fæli í sér að hægt yrði að dæma aðgerðasinna og fólk sem tekur þátt í mótmælum samtakanna gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta, til langra fangelsisdóma.
Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní hrakar enn og hefur hann verið að missa tilfinningu í fót- og handleggjum. Þetta segir lögfræðingur Navalnís, en Navalní er nú í fanganýlendu þar sem hann afplánar nú dóm vegna fjársvika.
Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.