Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 07:30 Jürgen Klopp var ekki sáttur með ummæli Garys Neville um Liverpool og ofurdeildina. getty/Lee Smith Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira