Enski boltinn

Roon­ey undrandi á brott­rekstri Mourin­ho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney og Mourinho unnu saman og virðast vera góðir mátar.
Rooney og Mourinho unnu saman og virðast vera góðir mátar. Clive Brunskill/Getty Images

Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum.

Mourinho var sagt upp störfum í dag, ásamt starfsliði sínu, en 25. apríl mætir Tottenham Manhester City í úrslitaleik enska deildarbikarsins á Wembley.

Tottenham er í sjöunda sæti enska boltans og gerði liðið 2-2 jafntefli gegn Everton í síðasta leik Mourinho. Gylfi Sigurðsson gerði bæði mörk Everton.

„Það er ótrúlegt að gera þetta fyrir úrslitaleik. Þetta er skrýtin tímasetning,“ sagði Rooney í samtali við BBC sport.

„Þeir áttu að bíða. Hann er frábær stjóri og einn af þeim bestu sem fóbtoltinn hefur séð.“

„Ég er viss um að hann kemur til baka og mörg félög verða áhugasöm um að fá hann inn,“ bætti Rooney við.

Rooney og Mourinho unnu saman hjá Manchester United, tímabilið 2016/2017, þar sem United vann Evrópudeildina og enska deildarbikarinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.