Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 14:31 Undanfarið hafa um þriðjungur allra þeirra sem dáið hafa í heiminum á degi hverjum verið frá Brasilíu. AP/Bruna Prado Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. Þetta kemur fram í gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að sérfræðingar telji raunverulegan fjölda látinna vera hærri en vitað sé. Bæði vegna þess að hylmt hafi verið yfir fjölda látinna í einhverjum ríkjum og vegna skorts á greiningu í upphafi faraldursins. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, samkvæmt áðurnefndum gagnagrunni. Þar hafa rúmlega 566 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa tæplega 370 þúsund dáið og í Mexíkó hafa rúmlega 210 þúsund dáið. Covid-19 greindist fyrst í mönnum í Wuhan í Kína í desember 2019. Þann 28. september náði fjöldi látinna í milljón. Þremur og hálfum mánuði síðar, eða þann 14. janúar, höfðu tvær milljónir dáið. Síðan þá eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir. Nú er þó bólusetning komin vel af stað víða en á það þó að mestu við auðugar þjóðir. Víða hefur verið gripið til frekari sóttvarnaraðgerða að undanförnu. Bæði nýsmituðum og látnum hefur farið fjölgandi undanfarna daga, þar sem að um tólf þúsund manns hafa dáið á degi herjum, að meðaltali. Þá hafa allt að 700 þúsund greinst smitaðir á dag. „Þetta er ekki ástandið sem við viljum vera í sextán mánuðum eftir að faraldurinn hófst, þegar við vitum um sóttvarnaraðgerðir sem virka vel,“ hefur fréttaveitan eftir Maríu Van Kerkhove, einum af leiðtogum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund dáið á hverri viku í Brasilíu. Það samsvarar um fjórðungi allra þeirra sem deyja í heiminum. Ráðamenn þar lögðu allt sitt fé á einn framleiðanda bóluefnis og hefur afhending ekki gengið sem eftir. Sömuleiðis hafa Brasilíumenn glímt við skort á verkjalyfjum og súrefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. 16. apríl 2021 10:52 Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15. apríl 2021 22:02 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15. apríl 2021 12:29 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Þetta kemur fram í gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að sérfræðingar telji raunverulegan fjölda látinna vera hærri en vitað sé. Bæði vegna þess að hylmt hafi verið yfir fjölda látinna í einhverjum ríkjum og vegna skorts á greiningu í upphafi faraldursins. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, samkvæmt áðurnefndum gagnagrunni. Þar hafa rúmlega 566 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa tæplega 370 þúsund dáið og í Mexíkó hafa rúmlega 210 þúsund dáið. Covid-19 greindist fyrst í mönnum í Wuhan í Kína í desember 2019. Þann 28. september náði fjöldi látinna í milljón. Þremur og hálfum mánuði síðar, eða þann 14. janúar, höfðu tvær milljónir dáið. Síðan þá eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir. Nú er þó bólusetning komin vel af stað víða en á það þó að mestu við auðugar þjóðir. Víða hefur verið gripið til frekari sóttvarnaraðgerða að undanförnu. Bæði nýsmituðum og látnum hefur farið fjölgandi undanfarna daga, þar sem að um tólf þúsund manns hafa dáið á degi herjum, að meðaltali. Þá hafa allt að 700 þúsund greinst smitaðir á dag. „Þetta er ekki ástandið sem við viljum vera í sextán mánuðum eftir að faraldurinn hófst, þegar við vitum um sóttvarnaraðgerðir sem virka vel,“ hefur fréttaveitan eftir Maríu Van Kerkhove, einum af leiðtogum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund dáið á hverri viku í Brasilíu. Það samsvarar um fjórðungi allra þeirra sem deyja í heiminum. Ráðamenn þar lögðu allt sitt fé á einn framleiðanda bóluefnis og hefur afhending ekki gengið sem eftir. Sömuleiðis hafa Brasilíumenn glímt við skort á verkjalyfjum og súrefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. 16. apríl 2021 10:52 Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15. apríl 2021 22:02 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15. apríl 2021 12:29 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. 16. apríl 2021 10:52
Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15. apríl 2021 22:02
Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09
Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15. apríl 2021 12:29
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29