Erlent

Drottningin situr ein við útförina

Sylvía Hall skrifar
Elísabet Bretadrottning fylgir eiginmanni sínum til grafar næsta laugardag.
Elísabet Bretadrottning fylgir eiginmanni sínum til grafar næsta laugardag. Getty/Ben Stansall

Þrjátíu verða viðstödd útför Filippusar prins sem fer fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala næstkomandi laugardag. Elísabet Bretadrottning, eiginkona Filippusar, mun sitja ein við útförina.

Buckingham-höll sendi frá sér upplýsingar í dag um tilhögun útfararinnar. Meðal þeirra þrjátíu sem eru á lista eru þrír þýskir ættingjar Filippusar, en á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá því að drottningin hafi átt í erfiðleikum með að takmarka gestalistann við þrjátíu manns þar sem hún vildi að flestir ættingjar prinsins gætu verið viðstaddir.

Börn Filippusar og Elísabetar; Karl, Andrés, Játvarður og Anna munu ganga við hlið líkbílsins að kapellunni fyrir athöfnina ásamt þeim Vilhjálmi og Harry, barnabörnum Filippusar.

Hugað verður að sóttvörnum í ljósi kórónuveirufaraldursins og munu kirkjugestir þurfa að bera grímur og huga að fjarlægðarmörkum. Að öðru leyti verður athöfnin í samræmi við óskir Filippusar og mun hún endurspegla lífshlaup hans.


Tengdar fréttir

Drottningin mætt aftur til starfa

Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×