Erlent

Drottningin mætt aftur til starfa

Samúel Karl Ólason skrifar
Elísabet Bretadrottning. Hún hefur dregið úr skyldum sínum á undanförnum árum.
Elísabet Bretadrottning. Hún hefur dregið úr skyldum sínum á undanförnum árum. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA

Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni.

Konungsfjölskyldan hefur lýst yfir tveggja vikna sorgartímabili en meðlimir hennar munu amt sem áður sinna skyldum sínum, eftir því sem þykir við hæfi, samkvæmt frétt Sky News.

Undirbúningur fyrir jarðarför Filippusar stendur yfir en hann verður jarðaður á laugardaginn við Windsor-kastala. Fjöldi þeirra sem sækja jarðarförina verður takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Ekki er opinbert hverjir munu sækja jarðarförina en þar verða hermenn frá sjóher Bretlands, landgönguliði og flughernum og er það í takt við óskir Filippusar, sem þjónaði í flota Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Greifinn William Peel hætti starfi sínu sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar í gær en baróninn Andrew Parker tekur við af honum. Parker var áður yfirmaður leyniþjónustu Bretlands, MI5.

Elísabet er elsta drottning heimsins og hefur verið við völd lengst allra drottninga og konunga Bretlands. Þá var Filippus sá maki drottningar eða konungs sem hafði verið lengst við hlið maka síns.

Drottningin hefur dregið úr skyldum sínum á undanförnum árum og fært þær yfir á son sinn og erfingja, Karl Bretaprins. Hún ætlar þó ekki að láta af völdum í kjölfar andláts Filippusar.


Tengdar fréttir

Saknar pabba síns og þakkar fyrir kveðjurnar

Karl Bretaprins ávarpaði í dag bresku þjóðina vegna fráfalls föður hans, Filippusar prins, sem lést í gærmorgun 99 ára að aldri. Hann segir viðbrögðin hreyfa við fjölskyldunni sem sé þakklát öllum þeim sem minnist prinsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.