Borðar hafa truflað leikmenn United á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær fylgist með leik United gegn WBA á Old Trafford, þar sem borðar hafa truflað leikmenn liðsins. vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að rauðir borðar með merki félagsins á Old Trafford hafi truflað leikmenn það mikið að nú séu borðarnir með merki félagsins orðnir svartir. Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira