Úr tíu í tuttugu og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 12:10 Svandís sagðist hafa farið að öllum tillögum sóttvarnalæknis og að einhugur hefði verið um afléttinguna í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu aðfaranótt fimmtudags. Íþróttastarf verður aftur heimilt bæði fyrir börn og fullorðna og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna aftur og mega taka við helming venjulegs fjölda. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fjölmiðlamenn að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Sviðslistir verða heimilar á ný, þar sem fimmtíu mega vera saman á sviði og hundrað í hólfum úti í sal. Krár mega hafa opið til klukkan 21 og verða að vera búnar að rýma fyrir klukkan 22. Fjarlægðareglan í skólum fer úr tveimur metrum í einn. Klippa: Svandís Svavarsdóttir greinir frá tilslökunum Svandís sagði tilslakanirnar í samræmi við væntingar þegar „gripið var í handbremsuna“ fyrir þremur vikum. Sagðist hún hafa farið að öllum tillögum sóttvarnalæknis og að einhugur hefði verið um afléttinguna í ríkisstjórn. Nýjar aðgerðir gilda að óbreyttu í þrjár vikur. „Þetta hefði átt að taka gildi á föstudaginn. En mér fannst rétt, úr því þetta eru allt ívilnandi aðgerðir, að við myndum láta nýja reglugerð taka gildi strax á fimmtudag. Þannig að það er frá og með aðfaranótt fimmtudags sem þetta gildir.“ Spurð út í mögulegan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir sagðist ráðherra hafa talið það að frá því að heimsfaraldur kórónuveiru braust út hefði hún gefið út 65 reglugerðir. Menn hefðu rætt þær fram og tilbaka en alltaf gengið sáttir af ríkisstjórnarfundum. Sama gangi yfir alla Varðandi framhaldið sagði hún sóttvarnalækni hennar sérfræðing. Það væri ákveðið hættumerki að enn væru að greinast smit utan sóttkvíar en það væri mat sóttvarnalæknis að búið væri að koma í veg fyrir þá bylgju sem hefði mögulega geta farið af stað. Hvað varðaði ósk einstaklinga í sóttvarnahúsi að fá að fara út sagði hún verið að reyna að finna út úr því. Nú væri reynt að koma til móts við þá sem bæðu um að fara út en það væri erfitt í framkvæmd, þar sem þrífa þyrfti leiðina út og inn í hvert sinn. Svandís sagðist ekki sjá fyrir sér að sá tími kæmi að einar reglur yrðu í gildi fyrir almenning og aðrar fyrir bólusetta. Hugmyndafræðin gengi út á að beita bólusetningunni til að vernda bæði einstaklinginn og samfélagið. Hún sagði áætlun um afléttingu samhliða auknu bólusetningarhlutfalli í smíðum. Ekkert var rætt um aðgerðir á landamærunum á fundinum en annað sem var til umræðu voru ný hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mælaborð fiskeldis og fjármögnun aðgerða í verkefninu Fyrirmyndaráfangastaðir fyrir árið 2021. Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Í meginatriðum verður um sambærilegar takmarkanir að ræða á samkomum og giltu frá 5. febrúar síðastliðnum. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. - Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. - Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. - Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. - Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. - Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. - Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. - Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. - Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt. Tengd skjöl MinnisbladSottvarnalaeknis13aprilPDF477KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís komin með minnisblað Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl. 12. apríl 2021 19:09 Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. 12. apríl 2021 11:22 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fjölmiðlamenn að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Sviðslistir verða heimilar á ný, þar sem fimmtíu mega vera saman á sviði og hundrað í hólfum úti í sal. Krár mega hafa opið til klukkan 21 og verða að vera búnar að rýma fyrir klukkan 22. Fjarlægðareglan í skólum fer úr tveimur metrum í einn. Klippa: Svandís Svavarsdóttir greinir frá tilslökunum Svandís sagði tilslakanirnar í samræmi við væntingar þegar „gripið var í handbremsuna“ fyrir þremur vikum. Sagðist hún hafa farið að öllum tillögum sóttvarnalæknis og að einhugur hefði verið um afléttinguna í ríkisstjórn. Nýjar aðgerðir gilda að óbreyttu í þrjár vikur. „Þetta hefði átt að taka gildi á föstudaginn. En mér fannst rétt, úr því þetta eru allt ívilnandi aðgerðir, að við myndum láta nýja reglugerð taka gildi strax á fimmtudag. Þannig að það er frá og með aðfaranótt fimmtudags sem þetta gildir.“ Spurð út í mögulegan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir sagðist ráðherra hafa talið það að frá því að heimsfaraldur kórónuveiru braust út hefði hún gefið út 65 reglugerðir. Menn hefðu rætt þær fram og tilbaka en alltaf gengið sáttir af ríkisstjórnarfundum. Sama gangi yfir alla Varðandi framhaldið sagði hún sóttvarnalækni hennar sérfræðing. Það væri ákveðið hættumerki að enn væru að greinast smit utan sóttkvíar en það væri mat sóttvarnalæknis að búið væri að koma í veg fyrir þá bylgju sem hefði mögulega geta farið af stað. Hvað varðaði ósk einstaklinga í sóttvarnahúsi að fá að fara út sagði hún verið að reyna að finna út úr því. Nú væri reynt að koma til móts við þá sem bæðu um að fara út en það væri erfitt í framkvæmd, þar sem þrífa þyrfti leiðina út og inn í hvert sinn. Svandís sagðist ekki sjá fyrir sér að sá tími kæmi að einar reglur yrðu í gildi fyrir almenning og aðrar fyrir bólusetta. Hugmyndafræðin gengi út á að beita bólusetningunni til að vernda bæði einstaklinginn og samfélagið. Hún sagði áætlun um afléttingu samhliða auknu bólusetningarhlutfalli í smíðum. Ekkert var rætt um aðgerðir á landamærunum á fundinum en annað sem var til umræðu voru ný hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mælaborð fiskeldis og fjármögnun aðgerða í verkefninu Fyrirmyndaráfangastaðir fyrir árið 2021. Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Í meginatriðum verður um sambærilegar takmarkanir að ræða á samkomum og giltu frá 5. febrúar síðastliðnum. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. - Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. - Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. - Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. - Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. - Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. - Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. - Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. - Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt. Tengd skjöl MinnisbladSottvarnalaeknis13aprilPDF477KBSækja skjal
Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Í meginatriðum verður um sambærilegar takmarkanir að ræða á samkomum og giltu frá 5. febrúar síðastliðnum. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. - Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. - Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. - Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. - Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. - Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. - Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. - Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. - Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís komin með minnisblað Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl. 12. apríl 2021 19:09 Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. 12. apríl 2021 11:22 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Svandís komin með minnisblað Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl. 12. apríl 2021 19:09
Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. 12. apríl 2021 11:22