Svandís komin með minnisblað Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2021 19:09 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl. Sóttvarnalæknir hefur lítið viljað gefa upp um nákvæmt innihald tillagnanna en gefið út að hann muni leggja til tilslakanir. Gera má ráð fyrir að minnisblaðið verði tekið til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og að ný sóttvarnareglugerð heilbrigðisráðherra verði kynnt í kjölfarið. Tæpar þrjár vikur eru frá því að stjórnvöld boðuðu hertar sóttvarnaaðgerðir með skömmum fyrirvara þegar kórónuveirsmitum tók skyndilega að fjölga í samfélaginu. Aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust en heilbrigðisyfirvöld vonuðust til að sneggri viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingar fyrr. Þórólfur sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að útlit væri fyrir að hægt væri að standa við þær yfirlýsingar og hefja nú afléttingar í öruggum skrefum. Hann telur vera svigrúm til að rýmka núverandi fjöldatakmörkun sem miðast nú við tíu manns. „Menn hafa staðið sig mjög vel. Við erum að greina einstaka smit en þessar hópsýkingar sem við höfum verið að sjá hafa klárlega dottið niður. Það er bara út af því hvað fólk hefur staðið sig vel og farið eftir þeim reglum sem eru í gangi, þannig að ég tel alveg að það sé rúm til að fara hægt í sakirnar.“ Liggur ekki fyrir hvort þau fái seinni skammtinn Aðspurður hvort ákvörðun hafi verið tekin um bólusetningu fólks undir 70 ára aldri sem hafi fengið bóluefni AstraZeneca sagði Þórólfur svo ekki vera. Hann boðaði fyrir helgi að konum undir 55 ára aldri verði hér eftir boðið að fá önnur bóluefni vegna hættu á sjaldgæfum blóðtöppum. Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sem tilheyra þeim hópi eru meðal þeirra sem fengu fyrri skammtinn af bóluefninu áður en tímabundið hlé var gert á notkun þess. „Við erum í samfloti með hinum Norðurlöndunum þar sem við erum að skoða málin. Við vitum að það eru rannsóknir í gangi til að skoða hvort það sé hægt að gefa annað bóluefni í öðrum skammti hjá yngra fólki.“ Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi og Þýskalandi hafi tekið ákvörðun um að gefa hópnum seinni skammtinn af mRNA bóluefni á borð við Pfizer/BioNTech eða Moderna. Bíða eftir frekari gögnum „Við vitum út frá öðrum bólusetningum að það hefur virkað ágætlega að blanda saman mismunandi bóluefnum og gefa seinni skammtinn með annarri tegund. En það er ekki alveg vitað með þessa tegund þannig að við erum aðeins að hinkra og sjá hvort við getum fengið betri vitneskju um það.“ Þórólfur bætti við að þeir sem ekki væru taldir í neinni áhættu vegna aukaverkanna myndu fá sinn seinni skammt af efni AstraZeneca. Einn greindist með Covid-19 innanlands í gær og var viðkomandi var í sóttkví. 98 eru í einangrun samkvæmt upplýsingum á Covid.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9. apríl 2021 16:55 Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lítið viljað gefa upp um nákvæmt innihald tillagnanna en gefið út að hann muni leggja til tilslakanir. Gera má ráð fyrir að minnisblaðið verði tekið til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og að ný sóttvarnareglugerð heilbrigðisráðherra verði kynnt í kjölfarið. Tæpar þrjár vikur eru frá því að stjórnvöld boðuðu hertar sóttvarnaaðgerðir með skömmum fyrirvara þegar kórónuveirsmitum tók skyndilega að fjölga í samfélaginu. Aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust en heilbrigðisyfirvöld vonuðust til að sneggri viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingar fyrr. Þórólfur sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að útlit væri fyrir að hægt væri að standa við þær yfirlýsingar og hefja nú afléttingar í öruggum skrefum. Hann telur vera svigrúm til að rýmka núverandi fjöldatakmörkun sem miðast nú við tíu manns. „Menn hafa staðið sig mjög vel. Við erum að greina einstaka smit en þessar hópsýkingar sem við höfum verið að sjá hafa klárlega dottið niður. Það er bara út af því hvað fólk hefur staðið sig vel og farið eftir þeim reglum sem eru í gangi, þannig að ég tel alveg að það sé rúm til að fara hægt í sakirnar.“ Liggur ekki fyrir hvort þau fái seinni skammtinn Aðspurður hvort ákvörðun hafi verið tekin um bólusetningu fólks undir 70 ára aldri sem hafi fengið bóluefni AstraZeneca sagði Þórólfur svo ekki vera. Hann boðaði fyrir helgi að konum undir 55 ára aldri verði hér eftir boðið að fá önnur bóluefni vegna hættu á sjaldgæfum blóðtöppum. Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sem tilheyra þeim hópi eru meðal þeirra sem fengu fyrri skammtinn af bóluefninu áður en tímabundið hlé var gert á notkun þess. „Við erum í samfloti með hinum Norðurlöndunum þar sem við erum að skoða málin. Við vitum að það eru rannsóknir í gangi til að skoða hvort það sé hægt að gefa annað bóluefni í öðrum skammti hjá yngra fólki.“ Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi og Þýskalandi hafi tekið ákvörðun um að gefa hópnum seinni skammtinn af mRNA bóluefni á borð við Pfizer/BioNTech eða Moderna. Bíða eftir frekari gögnum „Við vitum út frá öðrum bólusetningum að það hefur virkað ágætlega að blanda saman mismunandi bóluefnum og gefa seinni skammtinn með annarri tegund. En það er ekki alveg vitað með þessa tegund þannig að við erum aðeins að hinkra og sjá hvort við getum fengið betri vitneskju um það.“ Þórólfur bætti við að þeir sem ekki væru taldir í neinni áhættu vegna aukaverkanna myndu fá sinn seinni skammt af efni AstraZeneca. Einn greindist með Covid-19 innanlands í gær og var viðkomandi var í sóttkví. 98 eru í einangrun samkvæmt upplýsingum á Covid.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9. apríl 2021 16:55 Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9. apríl 2021 16:55
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7. apríl 2021 19:21