Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 11:22 Þórólfur vinnur í tillögum sem hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15
Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09