Erlent

Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Umhverfissinnar mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að losa geislamengað vatn í Kyrrahafið.
Umhverfissinnar mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að losa geislamengað vatn í Kyrrahafið. epa/Jeon Heon-Kyun

Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja.

Tíu ár eru liðin frá því að 9 stiga jarðskjálfti, sá stærsti í sögu Japan, reið yfir og kom af stað flóðbylgju sem varð um 20 þúsund manns að bana. Sjór flæddi yfir kjarnorkuverið og sló út vararafstöðvar, með þeim afleiðingum að bráðnun átti sér stað í þremur kjarnakljúfum.

Hið mengaða vatn sem um ræðir var notað til að kæla kljúfana og hefur verið geymt á tönkum. Það verður ekki látið renna út í sjó fyrr en það hefur verið meðhöndlað og hreinsað af geislavirkum efnum, fyrir utan þrívetni, sem er ekki sagt hættulegt mönnum í litlu magni.

Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans verður þrívetnismagnið undir viðmiðunarmörkum eftir hreinsunina. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, segir losunina ekki munu valda neinum skaða.

Hún er talin munu taka einhverja áratugi.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Kína hafa hins vegar áhyggjur af fyrirætlunum Japana og hafa hvatt til aukinnar gegnsæi og samvinnu. Segja þau Japani ekki hafa leitað allra leiða til að losa vatnið á sem öruggastan hátt.


Tengdar fréttir

Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar

Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust.

Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið

Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011.

Taf­ir á hreins­un­ar­starf­in­u í Fuk­us­him­a

Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×