Enski boltinn

Líflína fyrir WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn WBA hafa nú unnið tvo leiki í röð og skorað átta mörk.
Leikmenn WBA hafa nú unnið tvo leiki í röð og skorað átta mörk. Adam Fradgley/Getty

West Bromwich Albion gerði sér lítið fyrir og skellti Southampton 3-0 í næst síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

WBA skellti Chelsea 5-2 á útivelli um síðustu helgi og þeir náðu því að tengja saman tvo sigra með sigri dagsins.

Matheus Pereira kom WBA yfir úr vítaspyrnu og þremur mínútum síðar jafnaði Matthew Phillips metin. 2-0 í hálfleik.

Callum Robison skoraði þriðja markið á 69. mínútu en í uppbótartíma varði Sam Johnstone vítaspyrnu frá James Ward-Prowse. Lokatölur 3-0.

WBA er í nítjánda sæti deildarinnar með 24 stig, átta stigum á eftir Brighton og Newcastle sem eru í sextánda og sautjánda sætinu.

WBA á eftir að spila sjö leiki, sem og Newcastle, en Brighton á átta leiki eftir og spila við Everton síðar í kvöld.

Southampton er í fjórtánda sætinu og hefur tapað ellefu af síðustu fimmtán leikjum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.