Enski boltinn

Jarða­rför Filippusar seinkar leik í ensku úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Filippus prins og Karl sonur hans. Filippus féll frá í gærmorgun, 99 ára gamall.
Filippus prins og Karl sonur hans. Filippus féll frá í gærmorgun, 99 ára gamall. Getty/Mark Cuthbert

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést á föstudaginn en hann varð 99 ára.

Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921.

Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg.

Wolves og Sheffield United áttu að mætast á laugardaginn klukkan 16.00 en leiknum hefur verið seinkað vegna jarðaför Filippusar.

Hann verður jarðaður á laugardag og því hefur leikur Wolves og Sheffield verið færður fram á laugardagskvöld klukkan 20.15.

Einnig verða leikirnir í ensku B-deildinni færðir en stærstur hluti þeirra er venjulega spilaður á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×