Spennan í kanslarakapphlaupinu magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 21:36 Armin Laschet (t.v.) og Markus Söder (t.h.) funduðu í dag vegna kosninganna í september. Þeir hafa báðir gefið kost á sér til embættis kanslara. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Spenna færðist í kapphlaupið um embætti kanslara Þýskalands í dag þegar Markus Söder, ríkisstjóri Bæjarlands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjarlandi (CDS), tilkynnti framboð sitt til embættisins í dag. Armin Laschet, formaður Kristilegra demókrata (CDU), hefur þegar gefið kost á sér í embættið. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33