Spennan í kanslarakapphlaupinu magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 21:36 Armin Laschet (t.v.) og Markus Söder (t.h.) funduðu í dag vegna kosninganna í september. Þeir hafa báðir gefið kost á sér til embættis kanslara. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Spenna færðist í kapphlaupið um embætti kanslara Þýskalands í dag þegar Markus Söder, ríkisstjóri Bæjarlands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjarlandi (CDS), tilkynnti framboð sitt til embættisins í dag. Armin Laschet, formaður Kristilegra demókrata (CDU), hefur þegar gefið kost á sér í embættið. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33