Þeldökkum hermanni ógnað af lögreglumönnum: „Þú ættir að vera hræddur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 23:35 Hér sést lögreglumaðurinn Joe Gutierrez grípa í úlnlið Nazario og beina að honum byssu. Myndin er skjáskot úr upptökum úr búkmyndavél lögreglumannsins Daniel Crockers og sést hann einnig halda byssunni á lofti. Vísir/Skjáskot Þeldökkum bandarískum hermanni, sem stöðvaður var af lögreglu við umferðareftirlit og ógnað með byssum, segist hafa verið logandi hræddur við að stíga út úr bílnum. Lögreglumennirnir svöruðu honum: „þú ættir að vera það,“ eins og sést á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna og símaupptöku mannsins. Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira