Rassía á heimili blaðamanns sem afhjúpaði vellystingar Kremlarvina Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:45 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (t.v.) með Igor Setsjin, forstjóra Rosneft og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra. Anin fjallaði um auðævi Setsjin og konu hans árið 2016 en sakamálarannsókn hefur staðið yfir síðan þá. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan rannsóknarblaðamann og lagði hald á síma, raftæki og gögn í rassíu á heimili hans. Dagblað sem hefur birt umfjallanir blaðamannsins segir að lögregluaðgerðin sé hefnd vegna rannsókna hans á áhrifafólki sem tengist stjórnvöldum í Kreml. Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag. Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag.
Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira