Enski boltinn

Guardiola: Við spiluðum virkilega góðan leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nóg að gera hjá Pep þessa dagana.
Nóg að gera hjá Pep þessa dagana. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri toppliðs Man City, var afar yfirvegaður eftir svekkjandi tap gegn nýliðum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leeds náði 0-1 forystu en þurfti svo að leika allan síðari hálfleikinn manni færri eftir að Liam Cooper fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

„Við spiluðum virkilega góðan leik. Við gáfum þeim mörkin sem þeir skoruðu. Við vorum með leikinn í okkar höndum og gerum mistök sem þeir nýta vel með skyndisóknum. Svo sköpum við ekki nóg af tækifærum fyrir sóknarmennina okkar. Það er hluti af leiknum,“ sagði Guardiola í leikslok.

Ferran Torres náði að jafna metin fyrir Man City þegar enn var nægur tími til taks til að ná inn sigurmarki en Leeds skapaði sér hættulegri færi á lokamínútunum.

„Á síðustu 10 mínútunum fengu þeir fleiri færi en bara markið. Þeir eru snöggir og gera vel í að sækja hratt. Okkar bestu augnablik enduðu á mistökum hjá okkur og þess vegna skoruðum við ekki fleiri mörk,“ sagði Guardiola.

Skammt stórra höggva á milli hjá Man City því nú bíður liðsins leikur í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjudag.

„Nú ætlum við að hvílast og nýta þessa tvo daga sem við höfum til að undirbúa Dortmund leikinn vel. Við eigum eftir að ákveða hvernig við viljum spila þann leik,“ sagði Guardiola.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×