Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. apríl 2021 14:03 Heilbrigðisstarfsfólk bólusett með bóluefni Astrazeneca. Vísir/Vilhelm Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérfræðinganefnd EMA sem birt var nú síðdegis. Notkun bóluefnis AstraZeneca var hætt tímabundið hér á landi og í fleiri Evrópuríkjum í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Bóluefnið var aftur tekið í notkun á Íslandi 25. mars en þá aðeins fyrir fólk eldra en 70 ára. Flest tilvikin í konum yngri en 60 ára Í tilkynningu frá EMA segir að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið tekin með í reikninginn við ákvörðun nefndarinnar í dag. Þá beinir stofnunin því til heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem fá bóluefnið að vera meðvitaðir um áhættu á blóðtappa. Flest tilfellin hafi greinst í konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Ávinningurinn trompi áhættuna Nefndin leggur þó áherslu á að þessi tilvik séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu vegi þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum. Sérfræðinganefndin fundaði síðast 31. mars vegna blóðtappanna. Þá hafði ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi milli notkunar bóluefnisins og tilvikanna, „en það er mögulegt og frekari greining fer nú fram,“ sagði í tilkynningu Lyfjastofnunar vegna málsins 31. mars. Fram kom í tilkynningu EMA 18. mars að stofnunin væri þeirrar skoðunar að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af hugsanlegum aukaverkunum þess. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérfræðinganefnd EMA sem birt var nú síðdegis. Notkun bóluefnis AstraZeneca var hætt tímabundið hér á landi og í fleiri Evrópuríkjum í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Bóluefnið var aftur tekið í notkun á Íslandi 25. mars en þá aðeins fyrir fólk eldra en 70 ára. Flest tilvikin í konum yngri en 60 ára Í tilkynningu frá EMA segir að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið tekin með í reikninginn við ákvörðun nefndarinnar í dag. Þá beinir stofnunin því til heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem fá bóluefnið að vera meðvitaðir um áhættu á blóðtappa. Flest tilfellin hafi greinst í konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Ávinningurinn trompi áhættuna Nefndin leggur þó áherslu á að þessi tilvik séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu vegi þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum. Sérfræðinganefndin fundaði síðast 31. mars vegna blóðtappanna. Þá hafði ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi milli notkunar bóluefnisins og tilvikanna, „en það er mögulegt og frekari greining fer nú fram,“ sagði í tilkynningu Lyfjastofnunar vegna málsins 31. mars. Fram kom í tilkynningu EMA 18. mars að stofnunin væri þeirrar skoðunar að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af hugsanlegum aukaverkunum þess. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira