Veður

Vaxandi austan­átt og snjó­koma eða él

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður víðast á bilinu eitt til níu stig.
Frost á landinu verður víðast á bilinu eitt til níu stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægt vaxandi austlægri átt með snjókomu eða él í dag. Má reikna með að í kvöld verði tíu til fimmtán metrar á sekúndu, en á Norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og við Breiðafjörð frá síðdegis í dag og til morguns.

Frost verður víðast á bilinu eitt til níu stig, en hiti nálægt frostmarki suðvestantil á landinu yfir daginn.

„Það er útlit fyrir að gasmengunina leggi til norðvesturs og vesturs frá gosstöðvunum í dag, og loftgæði gætu orðið léleg norðantil á Reykjanesskaga.

Norðlæg átt 10-15 m/s í fyrramálið og éljagangur um landið norðanvert, en bjartviðri sunnan heiða. Það hvessir smám saman á Suðaustur- og Austurlandi, og síðdegis verður norðvestan stormur og jafnvel rok á þeim slóðum. Áfram kalt í veðri. Úrkomulítið annað kvöld og dregur úr vindi vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðlæg átt 10-15 m/s, en gengur í norðvestan 18-25 SA- og A-til. Él á N- og A-landi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 2 til 9 stig. Úrkomuminna síðdegis og dregur úr vindi V-lands.

Á föstudag: Norðvestan og vestan 5-10, en 13-20 SA- og A-lands fram eftir degi. Víða léttskýjað, en stöku él við N- og V-ströndina. Frost 0 til 7 stig að deginum.

Á laugardag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s. Dálítil snjókoma eða rigning um landið V-vert með hita um eða yfir frostmarki, en bjartviðri A-lands og frost 0 til 6 stig.

Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir eða él. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á mánudag: Norðlæg átt og léttskýjað, en él um landið A-vert. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag: Gengur í norðanátt með snjókomu eða éljum um landið N-vert, en björtu veðri syðra. Kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×