Erlent

Sak­sóknari segir Netanyahu hafa mis­beitt valdi sínu

Sylvía Hall skrifar
Stuðningsmenn forsetans söfnuðust saman fyrir utan héraðsdómstól í Jerúsalem í dag þar sem málflutningur hófst í máli gegn forsetanum.
Stuðningsmenn forsetans söfnuðust saman fyrir utan héraðsdómstól í Jerúsalem í dag þar sem málflutningur hófst í máli gegn forsetanum. Getty/Amir Levy

Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu.

Þetta kom fram í málflutningi gegn forsætisráðherranum sem hófst í dag. Netanyahu neitar sök í öllum ákæruliðum sem eru þrír talsins og snúa þeir að mútum, trúnaðarbrotum og fjármálamisferli. Hann segir málið vera nornaveiðar af hálfu pólitískra andstæðinga og mikið vanti upp á málflutning ákæruvaldsins.

Tugir stuðningsmanna Netanyahu söfnuðust saman við héraðsdómstólinn í Jerúsalem á sama tíma og mikill fjöldi mótmælenda, sem kröfðust þess að forsætisráðherrann segði af sér.

Réttarhöld í málinu hafa þurft að þola bið sökum kórónuveirufaraldursins og kosninga í landinu sem fram fóru í síðasta mánuði. Oddastaða er í ísraelska þinginu þar sem hvorki fylking hægriflokka, undir forystu Netanyahu, né stjórnarandstaðan ná meirihluta. Búist er við því að forsetinn Reuven Rivlin muni ræða við forystumenn flokka bráðlega til þess að veita stjórnarmyndunarumboð.


Tengdar fréttir

Fjórðu kosningarnar á tveimur árum

Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú.

Netanyahu segist sak­laus af á­sökunum um spillingu

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×