Ekkert til í því að Man. United maðurinn haldi með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 10:01 Daniel James sækir hér að Liverpool manninum Sadio Mane ásamt félaga sínum Victor Lindelof hjá Manchester United. Getty/Andrew Powell Að halda eða halda ekki með Liverpool. Það er spurninginn sem Manchester United maðurinn Daniel James er nú lokins búinn að svara. Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það. Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það.
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira