Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 18:08 Dagurinn í dag var einn sá blóðugasti í Mjanmar frá því að herforingjastjórnin rændi völdum. Getty/Stringer/Anadolu Agency Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt samtökunum Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) hafa 89 farist það sem af er degi, þar á meðal börn. Mjanmarski fréttamiðillinn Myanmar Now, segir hins vegar 114 hafa látist á þessum blóðugasta degi ársins. At least 114 people were killed in brutal attacks by the junta's armed forces in more than 40 cities across Myanmar on Saturday. Our reporting has been updated to reflect these figures. https://t.co/tcjRxkWICm pic.twitter.com/kkUtLCNP4L— Myanmar Now (@Myanmar_Now_Eng) March 27, 2021 „Þeir drepa okkur eins og fugla eða hænur, meira að segja inni á okkar eigin heimilum,“ sagði Thu Ya Zaw, íbúi í Myingyan, í samtali við fréttastofu Reuters í dag. „Við munum halda áfram að mótmæla þrátt fyrir það.“ Dagurinn í dag er þó enginn venjulegur dagur í Mjanmar en hann er hátíðisdagur hersins. Fólki hafði verið gert að halda sig heima í dag og útgöngubanni komið á. Þrátt fyrir það leituðu mótmælendur, stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, á götur út til þess að mótmæla. Mótmælin hafa staðið yfir nær allt frá fyrsta degi hertöku herforingjastjórnarinnar. Frá og með deginum í dag hafa meira en fjögur hundruð farist í mótmælum gegn hernum. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa öll fordæmt ofbeldið. Herinn steypti lýðræðislega kjörinni stjórn landsins af valdastóli í kjölfar þess að lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisstjórnarinnar, vann stórsigur í þingkosningum. Suu Kyi hefur verið í haldi hersins frá 1. Febrúar og standa réttarhöld yfir henni nú yfir, þar sem hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Þá á hún að hafa brotið lög um náttúruhamfarir og fleira. Mjanmar Tengdar fréttir Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Samkvæmt samtökunum Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) hafa 89 farist það sem af er degi, þar á meðal börn. Mjanmarski fréttamiðillinn Myanmar Now, segir hins vegar 114 hafa látist á þessum blóðugasta degi ársins. At least 114 people were killed in brutal attacks by the junta's armed forces in more than 40 cities across Myanmar on Saturday. Our reporting has been updated to reflect these figures. https://t.co/tcjRxkWICm pic.twitter.com/kkUtLCNP4L— Myanmar Now (@Myanmar_Now_Eng) March 27, 2021 „Þeir drepa okkur eins og fugla eða hænur, meira að segja inni á okkar eigin heimilum,“ sagði Thu Ya Zaw, íbúi í Myingyan, í samtali við fréttastofu Reuters í dag. „Við munum halda áfram að mótmæla þrátt fyrir það.“ Dagurinn í dag er þó enginn venjulegur dagur í Mjanmar en hann er hátíðisdagur hersins. Fólki hafði verið gert að halda sig heima í dag og útgöngubanni komið á. Þrátt fyrir það leituðu mótmælendur, stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, á götur út til þess að mótmæla. Mótmælin hafa staðið yfir nær allt frá fyrsta degi hertöku herforingjastjórnarinnar. Frá og með deginum í dag hafa meira en fjögur hundruð farist í mótmælum gegn hernum. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa öll fordæmt ofbeldið. Herinn steypti lýðræðislega kjörinni stjórn landsins af valdastóli í kjölfar þess að lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisstjórnarinnar, vann stórsigur í þingkosningum. Suu Kyi hefur verið í haldi hersins frá 1. Febrúar og standa réttarhöld yfir henni nú yfir, þar sem hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Þá á hún að hafa brotið lög um náttúruhamfarir og fleira.
Mjanmar Tengdar fréttir Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15