Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 12:15 Hlúð að mótmælenda sem var skotinn í Yangon í gær. AP Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira