Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:00 Ever Given strandaði í skurðinum og hefur stöðvað alla skipaumferð um svæðið. epa/Khaled Elfiqi Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira