Erlent

Öngþveiti í Súesskurði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flutningaskipið sem þverar skurðinn.
Flutningaskipið sem þverar skurðinn.

Súesskurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær.

Skipið er um 400 metra langt og reyna dráttarbátar nú að losa það af strandstað en óttast er að skurðurinn verði lokaður næstu daga.

Nú þegar hefur hálfgert öngþveiti skapast á svæðinu en gríðarleg skipaumferð er um skurðinn, sem tengir saman Miðjarðarhafið og Rauða hafið og er því aðalæð flutninga frá Asíu til Evrópu.

Skipið sem strandaði var á leið til Rotterdam í Hollandi og var að koma frá Kína þegar skipstjórinn missti stjórn á skipinu í skurðinum miðjum með þeim afleiðingum að það strandaði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.