Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 06:50 Eldgosið í Geldingadal virðist vera stöðugt að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira