Erlent

Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt útgönguspám eru líkur á að Netanyahu hafi tryggt sér sjötta kjörtímabilið í embætti.
Samkvæmt útgönguspám eru líkur á að Netanyahu hafi tryggt sér sjötta kjörtímabilið í embætti. epa/Abir Sultan

Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta.

Likud er spáð 31 til 33 sætum á ísraelska þinginu og hægri meirihlutanum öllum 53 til 54 sætum. 61 sæti þarf til að mynda meirihluta og mun Naftali Bennett, formaður Yamina-flokksins, ráða þar úrslitum en flokknum eru spáð sjö til átta þingsæti.

Samkvæmt New York Times myndi sú ríkisstjórn verða ein sú hægrisinnaðasta í sögu landsins en á hægri vængnum eru meðal annars flokkar strangrúaðra og þjóðernissinna, auk flokks sem hefur talað fyrir því að vísa Aröbum úr landi ef þeir virðast „ótrúir“ ríkinu.

Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en seinna í vikunni og gætu úrslitin vel orðið allt önnur en útlit er fyrir nú.

Í kosningabaráttunni lagði Netanyahu meðal annars áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Covid-19 en stór hluti ísraelsku þjóðarinnar hefur þegar verið bólusettur.

Þá virðist það ekki hafa ráðið úrslitum að hann hefur verið ákærður fyrir spillingu.

Forsætisráðherrann hefur raunar heitið því að gjörbreyta dómskerfinu ef hann sigrar í kosningunum, meðal annars að draga úr valdi dómstólanna. Andstæðingar hans óttast að með þessu hyggist hann komast undan ákærunum sem hann á yfir höfði sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×