Enski boltinn

Leki og stuðnings­­menn Man. United sáttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Útivallarbúningur United í ár.
Útivallarbúningur United í ár. AP/Antonio Calanni

Instagram reikningurinn United Zone, stuðningsmannavefur Manchester United, birti í gær mynd af varabúningi félagsins sem verður tekinn í notkun á næstu leiktíð.

Samkvæmt reikningnum hefur myndinni verið lekið og ljóst að tímabilið 2021/2022 munu Rauðu djöflarnir leika í ansi retró búningum sem má sjá hér að neðan.

Búningurinn svipar til þess búnings sem United lék í á árunum 1990 til 1992 en liðið varð meðal annars enskur deildarbikarmeistari í búningnum eftir sigur á Nottingham Forest 1992.

Þó vantar styrktaraðila félagsins á myndina sem birtist í gær e það verður TeamViewer sem tekur við af Chevrolet.

Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og er talinn hljóða upp á 47 milljónir punda á hverri leiktíð.

Stuðningsmenn félagsins tjáðu margir hverjir skoðun sína á búningnum undir færslunni og má sjá og lesa að flestir þeirra eru ánægðir með búninginn sem fellur í góðan jarðveg hjá stuðningsmönnunum.

Einn sagði búninginn Instagram vænan og annar baðst afsökunar áður en hann sagði að þetta væri svo fallegt.

Manchester United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta Granada og eru í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×