Íslenski boltinn

Ný­liðarnir fá liðs­styrk frá Venesúela

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Heiðar Höskuldsson og Octavio Páez við undirskriftina í dag.
Sigurður Heiðar Höskuldsson og Octavio Páez við undirskriftina í dag. Leiknir Reykjavík

Leiknir Reykjavík hefur samið Octavio Páez um að leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Páez kemur frá Venesúela og er samkvæmt Leikni fyrsti leikmaðurinn frá téðu landi til að leika í deildinni.

Leiknir Reykjavík eru nýliðar í Pepsi Max deildinni í sumar eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni á markatölu síðasta sumar. Liðið hefur nú þegar samið við sænska miðjumanninn Emil Berger og þá kom varnarmaðurinn Loftur Páll Eiríksson frá Þór Akureyri.

Hinn 21 árs gamli Octavio leikur framarlega á vellinum en hann lauk sóttkví í dag og skrifaði í kjölfarið undir samning. Hann hefur leikið með Academia FC í heimalandinu og NK Istra í Króatíu.

Leiknir var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli. Aðeins munaði marki á markatölu Fylkis og Leiknis, því fóru Árbæingar áfram í 8-liða úrslitin.

Leiknir heimsækir Stjörnuna í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar þann 23. apríl. Hilmar Árni Halldórsson mun þar með mæta sínum gömlu félögum í deildarleik í fyrsta skipti en hann hefur leikið með Stjörnunni frá árinu 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×