Beittu vatnsþrýstidælum á mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 23:13 Mótmælendur voru mun fleiri en leyfilegt er. EPA-EFE/EVERT ELZINGA Lögreglan í Hollandi beitti vatnsþrýstidælum á mótmælendur ríkisstjórnarinnar, og sóttvarnaaðgerðum þeirra, í almenningsgarði í Haag í dag. Um tvö þúsund manns voru saman komin í miðborginni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og öðrum stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01