Enski boltinn

Yrði ekki hissa ef þeir myndu reisa styttu af Wild­er

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Wilder hefur gert ótrúlega hluti með Sheffield en liðið er þó líklega á leið úr deild þeirra bestu. Það verður væntanlega ekki undir stjórn Wilder.
Chris Wilder hefur gert ótrúlega hluti með Sheffield en liðið er þó líklega á leið úr deild þeirra bestu. Það verður væntanlega ekki undir stjórn Wilder. Dave Thompson/Getty

Rio Ferdinand, fyrrum fyrirliði Manchester United og nú spekingur hjá BT Sport, skilur lítið sem ekkert í því að Chris Wilder hafi verið rekinn frá botnliðinu.

Sheffield er þrettán stigum frá öruggu sæti í deildinni en enskir fjölmiðlar greindu frá því undir lok síðustu viku að líkur væru á því að Wilder fengi rauða spjaldið.

Hann ku hafa lent upp á kant við eiganda félagsins en þetta var svo staðfest í gærkvldi.

Liðið spilar við Leicester klukkan 14.00 í dag og þar verður Wilder ekki við stjórnvölinn.

„Hann getur yfirgefið þá með höfuðið hátt. Hann hefur unnið stjóri ársins hjá þjálfurunum og einnig verið í öðru sætinu. Það segir hvað hann hefur gert. Hann tók þá úr C-deildinni nánast í Evrópudeildina,“ sagði Rio.

„Það verða margir sem munu vilja fá hann. Hann elskar Sheffield United og ég yrði ekki hissa ef einn daginn yrði stytta af honum fyrir utan völlinn eftir allt sem hann hefur gert þarna.“

„Hann hefur lyft andanum, ekki bara í félaginu heldur í allri borginni. Hann er úr borginni en hann var kannski óánægður með hversu lítið þeir fjárfestu í félaginu; innviðina hjá félaginu,“ bætti Ferdinand við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×