Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 12:26 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússland, gæti hér allt eins verið að skrifa texta að nýju Júróvisjónlagi. Í raun er hann þó að skrifa punkta á fundi með góðvini sínum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í febrúar. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31
Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12