Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 14:12 TIl stendur að halda söngvakeppnina í Rotterdam í Hollandi í maí. Spurning er hvort að Hvíta-Rússland fái að senda fulltrúa þangað. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því. Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því.
Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira