Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 11:21 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum. Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum.
Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26
Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04