Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 17:04 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á blaðamannafundi í febrúar. AP/Seth Wenig Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. „Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
„Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56