Erlent

Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York

Kjartan Kjartansson skrifar
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á nú í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og að hann hafi reynt að hylma yfir raunverulega tölu látinna á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum.
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á nú í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og að hann hafi reynt að hylma yfir raunverulega tölu látinna á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA

Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 

Cuomo hefur þvertekið fyrir að segja af sér þrátt fyrir að leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafi hvatt hann til þess, beint og óbeint. Eina leiðin til að hann fari frá verði ef ríkisþingið kæri hann fyrir embættisbrot og fjarlægi hann. Hann neitar ásökunum kvennanna en hefur beðist afsökunar á sumum þeirra atvika sem þær hafa lýst.

Rannsókn þingsins fer fram samhliða rannsókn dómsmálaráðherra New York-ríkis á meintum brotum Cuomo. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, segir að dómsmálanefndin geti kallað til vitni, gefið út stefnur um gögn og lagt mat á sönnunargögn, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.

„Frásagnir af ásökunum á hendur ríkisstjóranum eru alvarlega,“ segir Heastie.

Ríkisstjórinn liggur einnig undir harðri gagnrýni fyrir að reyna að fegra tölur um dauðsföll á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. Cuomo var framan af hampað fyrir viðbrögð sín við faraldrinum en svo virðist sem að nánustu ráðgjafar hans hafi reynt að koma í veg fyrir að raunverulegur fjöldi látinna spyrðist út.


Tengdar fréttir

Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum.

Tvær konur saka ríkis­stjóra New York um kyn­ferðis­lega á­reitni

Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.