Enski boltinn

Myndi velja Gylfa Þór sem víta­skyttu ef líf hans væri undir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór skoraði úr vítaspyrnu gegn Liverpool á dögunum. Gylfi Þór hefur á ferli sínum verið einkar örugg vítaskytta.
Gylfi Þór skoraði úr vítaspyrnu gegn Liverpool á dögunum. Gylfi Þór hefur á ferli sínum verið einkar örugg vítaskytta. EPA-EFE/Phil Noble

Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Rætt var við Brian McDermott sem þjálfaði Gylfa um tíma hjá Reading.

Sá er mikill aðdáandi Gylfa Þórs, ef til vill meira en góðu hófi sæmir.

„Ef ég gæti valið einhvern í heiminum til að taka vítaspyrnu þar sem líf mitt er að veði þá myndi ég velja Gylfa,“ segir McDermott og heldur áfram.

„Hann er svo ótrúlega rólegur. Þegar það kemur að mikilvægum augnablikum þá nær hann að halda einbeitingu því hann hefur æft þetta margoft,“ sagði McDermott einnig. Þarna var hann að vitna í markið sem Gylfi Þór skoraði úr vítaspyrnu gegn Liverpool nýverið.

Gylfi Þór skoraði nefnilega einnig úr vítaspyrnu gegn Liverpool þegar hann var í Reading og var það mark ástæða þess að McDermott hélt starfi sínu á þeim tíma.

Gylfi Þór lék á endanum 42 leiki fyrir Reading og skoraði í þeim 18 mörk.

Brian McDermott starfaði hjá Reading frá 2009 til 2013 og svo aftur frá 2015 til 2016.EPA/PETER POWELL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×