Agla María áfram í herbúðum Íslandsmeistara Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 18:15 Agla María hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, lykilkona í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks síðasta sumar, hefur framlengt samning í Kópavoginum til tveggja ára. Það eru gleðitíðindi fyrir græna hluta Kópavogs en Agla María fór á kostum síðasta sumar. Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang. Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt. Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar. „Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna. „Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“ Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021 Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang. Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt. Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar. „Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna. „Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“ Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira