Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan hýr á brá á ferð um London í gær. Getty/MWE/GC Images Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira